Banner image

Áratugur Árósasamnings

Í dag, 16. sept­em­ber 2021, eru liðin tíu ár frá því að Alþingi sam­þykkti að fela rík­is­stjórn Íslands að full­gilda alþjóða­samn­ing um aðgang umhverf­is­vernd­ar­sam­taka að upp­lýs­ing­um, þátt­töku almenn­ings í ákvarð­ana­töku og aðgang að rétt­látri máls­með­ferð í umhverf­is­mál­um.

Samn­ing­ur­inn tak­markast, eins og heiti hans vísar til, við rétt til ákveð­innar máls­með­ferð­ar. Hann við­ur­kennir að það þurfi fólk, almenn­ing og sam­tök þeirra, til að gæta þeirra almanna­hags­muna sem fel­ast í heil­næmu umhverfi og vernd nátt­úru. Ekki höfðar víst umhverfið eða nátt­úran sjálf dóms­mál eða skrifar umsagn­ir.

Efnd­irnar

Það hefur ekki gengið að öllu leyti vel að fram­kvæma Árósa­samn­ing­inn, eins og hann er jafnan nefnd­ur, á Íslandi. Sjálf­stæð úrskurð­ar­nefnd var stofn­uð, úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála. Hún reynd­ist í fyrstu gagns­lítil í umhverf­is­mál­um, þar sem mál voru síst skjót­ari í með­förum hennar en dóms­mál. Það lag­að­ist svo. Þetta úrræði, úrskurð­ar­nefnd­in, hefur reynst alveg ágæt­lega síðan og nefndin efl­st, þó vissu­lega mætti ýmis­legt laga til að hún gegndi hlut­verki sínu sem best. Það eru hins­vegar aðrir armar rík­is­valds­ins sem hafa brugð­ist. Nefndin hefur í tvígang kveðið upp úrskurði sem hafa orðið til­efni þess að rík­is­stjórnir hafa lagt fram laga­frum­vörp þeim til höf­uðs. Þetta eru mál um stöðvun lagn­ingu raf­lína um nátt­úru­vernd­ar­svæði og ógild­ingu leyfa fyrir sjó­kvía­eldi. Þannig hefur fram­kvæmda­vald­ið, og í seinna til­vik­inu líka Alþingi sjálft, grafið undan nefnd­inni, og sér ekki fyrir end­ann á því máli. Þetta eru vissu­lega ekki einu til­vikin und­an­farið þar sem fram­kvæmda­valdið grefur undan sjálf­stæðum úrskurð­ar­nefnd­um.

En lög­gjaf­inn og dóms­valdið hafa þó einkum brugð­ist þess­ari tíu ár gömlu skuld­bind­ingu Alþing­is. Síð­asta föstu­dag komu fram alvar­legar ábend­ingar pró­fess­ors í umhverf­is­rétti og dós­ents í rétt­ar­fari í HÍ um að veru­lega skorti á að upp­fyllt séu ákvæði Árósa­samn­ings­ins um aðgang umhverf­is­vernd­ar­sam­taka að dóm­stól­um. Í raun virð­ist sem staðan þar hafi hrein­lega versnað frá því deilan um Kára­hnjúka­virkjun stóð og um var fjallað í röð Hæsta­rétt­ar­mála uppúr síð­ust alda­mót­um. Á þetta reyndi í dóms­málum sem vörð­uðu Gálga­hraun og í fáeinum dóms­málum síð­an.

Dóm­stólum lokað

Í stuttu máli: engin krafa umhverf­is­vernd­ar­sam­taka hefur fengið efn­isum­fjöllun dóm­stóla frá því Árósa­samn­ing­ur­inn var full­giltur fyrir ára­tug.

Hvernig má þetta vera? Af hverju lok­uð­ust dóm­stólar fyrir umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum fyrir tíu árum, um leið og Árósa­samn­ing­ur­inn var full­gilt­ur?

Við því er ekki ein­falt svar. Síð­asta dóms­málið af þessu tagi var fyrir Lands­rétti árið 2018 og af umfjöllun fyrr­nefndra háskóla­kenn­ara að dæma virð­ast í senn brotin ákvæði Árósa­samn­ings­ins, EES samn­ings­ins og almennra rétt­ar­farslaga á Íslandi. Dóm­ur­inn hafn­aði aðgangi að dóm­stól­um, dæmdi að auki tvenn umhverf­is­vernd­ar­sam­tök í millj­óna króna máls­kostn­að, sem þeim var gert að greiða rík­is­stofnun og sveit­ar­fé­lagi. Má ætla að kostn­aður þeirra af mála­rekstr­inum hafi numið sam­tals um fimm millj­ónum króna – og það þola engin umhverf­is­vernd­ar­sam­tök að taka á sig nema einu sinni.

Ónefnt er að dóms­mála­ráðu­neytið telur sér óheim­ilt að veita umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum gjaf­sókn fyrir dómi, þar sem þau eru lög­að­ili en ekki ein­stak­ling­ur. Slíkt mál liggur nú á borði umboðs­manns Alþing­is, og er það ekki hið fyrsta slíkra.

Það þarf að taka veru­lega til í lög­gjöf­inni til þess að alþjóða­skuld­bind­ingar séu virt­ar. Nú hefst annar ára­tugur Árósa­samn­ings­ins. Von­andi verður hann betri en sá fyrsti.

Höf­undur er lög­mað­ur.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.