Við stöndum vörð um líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni í náttúru Íslands

Viltu styrkja Náttúrugrið?

Review featured image

Stjórnsýsla

Kæra til ÚUA

Landmannalaugar; varnargarðar og bílastæði

18.01.2024

Náttúrugrið kærðu í september 2023 framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis og varnargarða við Námskvísl í Landmannalaugum en með framkvæmdinni hefði ásýnd svæðisins breyst varanlega. Leyfið var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í janúar 2024 þar sem það var í ósamræmi við löggjöf á sviði náttúruverndar og umhverfismála. Með því voru áform um mikla uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu slegin af og hefur Umhverfisstofnun lýst því yfir að taka þurfi fyrri hugmyndir um framkvæmdir og umsjón svæðisins til endurskoðunar.

Landmannalaugar

Friðlýst svæði

Umhverfisstofnun

Framkvæmdaleyfi

ÚUA

Um Náttúrugrið

Náttúrugrið eru náttúruverndarsamtök sem veita stjórnvöldum, stofnunum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald með opinberri umræðu, athugasemdum, mótmælum og leyfiskærum eftir því sem við á.

Meðal þeirra umfangsmiklu áforma sem Náttúrugrið hafa beitt sér gegn í þágu náttúruverndar eru undirbúningur og leyfisveitingar Hvammsvirkjunar í Þjórsá, uppbygging massatúrisma í Landmannalaugum og ólögleg efnistaka í Hörgá. Þá stóð félagið fyrir mótmælum allra helstu náttúruverndarsamtaka vegna afgreiðslu Rammaáætlunar vorið 2022 og félagar hafa ritað fjölda greina um náttúruvernd í fjölmiðla.

Náttúrugrið hafa það markmið að vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni í náttúru Íslands. Félagið hefur því einkum einbeitt sér að verndun hraunmyndana, votlendis, víðerna og ferskvatnsfiskistofna um allt land. Félagið var stofnað 2021 og formaður þess er Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, en félagar eru um 100 talsins. Náttúrugrið eru opin öllum sem styðja markmið félagsins og má óska eftir inngöngu með því að fylla út form hér á heimasíðunni eða senda póst á natturugrid@natturugrid.is.

Viltu ganga í Náttúrugrið?