Við stöndum vörð um líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni í náttúru Íslands

Viltu styrkja Náttúrugrið?

Review featured image

Stjórnsýsla

Kæra til ÚUA

Búrfellslundur

12.09.2024

Náttúrugrið kærðu virkjunarleyfi OS vegna Búrfellslundar til ÚUA og telja að virkjunarkosturinn hefði aldrei átt að rata í virkjanaflokk sökum gildis svæðisins fyrir útivist innlendra og erlendra ferðamanna sem heimsækja hálendið til að upplifa öræfakyrrð einna verðmætustu óbyggða Evrópu og þótt víðar væri leitað. Vindorkuverið yrði á sjálfu miðhálendi Íslands og mun samkvæmt rannsóknum skerða gildi ferðalaga almennings um hálendið og hafa áhrif á upplifun ferðamanna langt út fyrir sjálft virkjanasvæðið, eða yfir alla Sprengisandsleið, Fjallabak og önnur dýrmæt hálendissvæði þessum leiðum tengdum.

Búrfellslundur

Vindorka

Landsvirkjun

Virkjunarleyfi

Orkustofnun

ÚUA

Um Náttúrugrið

Náttúrugrið eru náttúruverndarsamtök sem veita stjórnvöldum, stofnunum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald með opinberri umræðu, athugasemdum, mótmælum og leyfiskærum eftir því sem við á.

Meðal þeirra umfangsmiklu áforma sem Náttúrugrið hafa beitt sér gegn í þágu náttúruverndar eru undirbúningur og leyfisveitingar Hvammsvirkjunar í Þjórsá, uppbygging massatúrisma í Landmannalaugum og ólögleg efnistaka í Hörgá. Þá stóð félagið fyrir mótmælum allra helstu náttúruverndarsamtaka vegna afgreiðslu Rammaáætlunar vorið 2022 og félagar hafa ritað fjölda greina um náttúruvernd í fjölmiðla.

Náttúrugrið hafa það markmið að vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni í náttúru Íslands. Félagið hefur því einkum einbeitt sér að verndun hraunmyndana, votlendis, víðerna og ferskvatnsfiskistofna um allt land. Félagið var stofnað 2021 og formaður þess er Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, en félagar eru um 100 talsins. Náttúrugrið eru opin öllum sem styðja markmið félagsins og má óska eftir inngöngu með því að fylla út form hér á heimasíðunni eða senda póst á natturugrid@natturugrid.is.

Viltu ganga í Náttúrugrið?