Viltu styrkja Náttúrugrið?

Náttúrugrið eru frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar sem veita stjórnvöldum, stofnunum og framkvæmdaaðilum mikilvægt aðhald með opinberri umræðu, athugasemdum, mótmælum og leyfiskærum eftir því sem við á. Meðal þess sem Náttúrugrið hafa beitt sér gegn eru bygging Hvammsvirkjunar í Þjórsá, uppbygging massatúrisma í Landmannalaugum og efnistaka í Hörgá.

Náttúrugrið setja náttúruna ávallt í forgang í störfum sínum, forðast öll tengsl við hagsmunaaðila utan náttúruverndarhreyfingarinnar og eru óháð stjórnmálaflokkum. Þau njóta ekki styrkja frá opinberum aðilum en sækja rekstrarfé til almennings. Með þinni aðstoð geta samtökin því beitt sér áfram í þágu náttúrunnar úti um allt land. Náttúrugrið eru skráð á almannaheillaskrá Skattsins og skapa styrkir að lágmarki 10 þúsund krónur á ári rétt til skattfrádráttar.

Á komandi árum mun reyna á styrk náttúruverndarhreyfingarinnar allrar, með yfirvofandi uppbyggingu stórra vatnsaflsvirkjana, vindorkuvera og aukins álags á ósnortna náttúru landsins alls. Yfirbygging Náttúrugriða er lítil sem engin, stjórnarstörf ógreidd, og renna því allir styrkir til félagsins óskiptir til hreinnar náttúruverndar.

Styrkja má starfsemi Náttúrugriða með föstum mánaðarlegum greiðslum með því að velja styrktarhnappa hér að neðan. Einnig má millifæra stakar greiðslur á bankareikning samtakanna á 0537-26-008304, kt. 490721-0960, og setja „Styrkur“ í skýringu með greiðslunni. Óska þarf sérstaklega eftir að

gerast félagi í Náttúrugriðum hér

eða í pósti á natturugrid@natturugrid.is.

Ef óskað er eftir að stöðva mánaðarlegar greiðslur, breyta styrktarupphæð, eða fá frekari upplýsingar um styrktargreiðslur til félagsins má hafa samband á natturugrid@natturugrid.is eða í síma formanns í 894-1984.

Greiðsluhnappar

Gjöld miðast við mánaðargreiðslur