Banner image

Víðerni án verndar

Ekk­ert land­svæði í eigu íslenska rík­is­ins er frið­lýst sem víð­erni. Ekki ein þjóð­lenda.

Í nafni líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika hafa mörg ríki nú tekið til við að setja sér stefnu um verndun víð­erna. Þétt­býla iðn­að­ar­ríkið Þýska­land hefur sett markið á 2%. Í land­bún­að­ar­land­inu Frakk­landi eru þrjú ár síðan Macron for­seti setti það metn­að­ar­fulla mark­mið að 10% lands­ins verði vernduð sem víð­erni.

Á Íslandi hefur 0,1% lands verið frið­lýst sem víð­erni. Engin stefna er um frið­lýs­ingu víð­erna á Íslandi. Eina frið­lýsta víð­ernið er land í eigu einka­að­ila: Drangar á Ströndum, 105 km².

Víð­erni á hálendi Íslands eru að stórum hluta þjóð­lendur og með þær fer for­sæt­is­ráð­herra. Und­an­farin miss­eri hefur ráða­fólki orðið tíð­rætt um hvað Ísland geymir stóran hluta af óspillt­ustu víð­ernum Evr­ópu, heil 43%, og hve mik­il­vægt sé að standa vörð um þau.

Nýleg víð­erna­kort­lagn­ing almanna­sam­taka sýnir að vinna mætti að frið­lýs­ingu allt að helm­ings mið­há­lend­is­ins sem víð­erna, væri til þess vilji. Frið­lýs­ing­ar­flokkar nátt­úru­vernd­ar­laga eru nokkrir og byggja á alþjóð­legum við­mið­um. Víð­erni eiga sér þar sér­stakan frið­lýs­ing­ar­flokk og er verndun þeirra sér­stakt mark­mið með lög­un­um.

Er Íslend­ing­um, með öll sín víð­erni, alls ekki í gefið að vernda þau sömu víð­erni?

Höf­undur er lög­­­mað­­ur.

Greinin britist fyrst á Kjarnanum.