Banner image

Hvalárvirkjun og landslög

Upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, sem er í meiri­hluta eign HS Orku, segir í grein um Hval­ár­virkjun sem birt­ist í Kjarn­anum þann 19. júlí síð­ast­lið­inn, að Ramma­á­ætlun sé mála­miðlun þar sem saman eru vegnir heild­ar­hags­mun­ir. Hún spyr hvort Land­vernd vilji fara á byrj­un­ar­reit í Ramma­á­ætl­un.

Afar sér­stakt er að þurfa enn einu sinni að benda upp­lýs­inga­full­trú­anum á að þó virkj­ana­til­lögur séu í nýt­inga­flokki Ramma­á­ætl­unar felst engin heim­ild til orku­nýt­ingar í því. Sú flokkun merkir það eitt að við­kom­andi virkj­ana­kosti má skoða til nýt­ingar en þeir eru alltaf háðir umhverf­is­mati og í lög­unum er sjón­ar­miðum umhverf­is- og nátt­úru­verndar gert hátt undir höfði á öllum stig­um.

Það þarf því ekki að fara á byrj­un­ar­reit. Land­vernd er aðeins að fara eftir settum leik­regl­um. Leið­rétta þarf mis­tök.

Hitt er svo annað og mun alvar­legra mál að ekki var farið að lögum þegar Hvalár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk á sínum tíma.

Tveir fag­hópar Ramma­á­ætl­unar (nr. 2 frá 2011) af fjórum töldu virkj­un­ina ekki upp­fylla skil­yrði um gæði gagna og tveir fag­hópar gáfu henni slæma einkum bæði hvað varðar hag­kvæmni og jákvæð áhrif á sam­fé­lag. Þrátt fyrir þetta féll virkj­unin í nýt­inga­flokk og var sam­þykkt sem slík í þings­á­lykt­un. Síðar kol­féll virkj­un­ar­hug­myndin í umhverf­is­mati.

Lög voru brotin

Í lögum um vernd­ar- og orku­nýt­inga­á­ætl­un, sem gerð Ramma­á­ætl­unar bygg­ist á, segir að þau séu sett til að finna virkj­un­ar­kosti til frek­ari rann­sókna sem bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati þar sem tekið er til­lit til vernd­ar­gildis nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, hag­kvæmni og arð­semi ólíkra nýt­ing­ar­kosta og ann­arra gilda sem varða þjóð­ar­hag. Þá segir að í bið­flokk Ramma­á­ætl­unar skuli falla virkj­un­ar­kost­ir, sem talið er að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga um, svo meta megi hvort þeir eigi að falla í orku­nýt­ing­ar­flokk eða vernd­ar­flokk. Þá segir einnig að byggja skuli á fag­legu mati á upp­lýs­ingum sem fyrir liggja, sam­ræmdum við­miðum og almennt við­ur­kenndum aðferðum og að vinna fag­hópa skuli lögð til grund­vallar mat­inu.

Þessum ákvæðum var ekki fylgt þegar Hval­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk.

Lög standa ofar þings­á­lyktun og ákvörð­unin um að setja Hval­ár­virkjun í nýt­ing­ar­flokk er aug­ljós­lega ekki sam­ræmi við fram­an­greind ákvæði laga.

Í þessu ljósi telur Land­vernd að flokkun Hval­ár­virkj­unar sé lög­brot. Í kjöl­farið hafa komið fram upp­lýs­ingar um vill­andi seta landa­merki og um veg sem lagður hefur verið á eign­ar­landi og gerður að virkj­un­ar­vegi án heim­ildar land­eig­enda. Og nú eru áform­aðar frek­ari rann­sóknir sem valda meiri land­spjöllum en rann­sókn­ar­leyfi heim­il­ar, sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur vin­sam­lega beðið fyr­ir­tækið um að halda sig við.

Allt ber þetta að sama brunni. Ekki virð­ist hafa verið farið að lögum og reglum við und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­un­ar.

Land­vernd hafði fyrst tæki­færi til að leggja fram­an­greind álita­mál fyrir lög­form­lega úrskurð­ar­að­ila þegar fram­kvæmda­leyfið var veitt í júní síð­ast­liðn­um. Sú veg­ferð er fyrst að byrja og Land­vernd mun fylgja eftir umfjöllun um lög­fræði­leg álita­mál eins lengi og það telst nauð­syn­legt í vörn gegn stór­tækum nátt­úru­spjöllum á Dranga­jök­ul­svíð­ern­um.

Fjár­hagur Land­verndar

Upp­lýs­inga­full­trú­inn virð­ist hafa áhyggjur af fjár­hag Land­vernd­ar. Það er óþarfi. Helsta upp­spretta fjár­magns til almenns rekstrar Land­verndar eru fram­lög um sex­þús­und félaga sem vilja stuðla að nauð­syn­legu aðhaldi í sam­fé­lagi þar sem skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið geta valdið miklum skaða á nátt­úru­arfi þjóð­ar­inn­ar, eins og Hval­ár­virkjun er dæmi um. Til við­bótar kemur lít­ils­háttar en mik­il­vægur styrkur úr rík­is­sjóði. Þar að auki leysir Land­vernd mik­il­vægt þjón­ustu­verk­efni vegna umhverf­is­starf­semi í skólum lands­ins og nýtur til þess stuðn­ings úr rík­is­sjóði.

Eitt geta Land­vernd og upp­lýs­inga­full­trú­inn von­andi verið sam­mála um; með lögum skal land byggja og mis­tök eru til að læra af og leið­rétta meðan tími er til. Um það snýst mál­flutn­ingur Land­vernd­ar.

Höfundur var formaður Landverndar 2019–2023.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.