Banner image

Hver er okkar framtíðarsýn?

Það hljómar svo þægi­lega að geta haldið áfram með okkar sóun­ar- og neyslu­lífs­stíl. Við bara raf­væðum sam­göng­urn­ar, kaupum „græn­ar“ vörur og kolefn­is­jöfnum okkur þegar við fáum sam­visku­bit. Geggj­að. Þannig reyna rík­is­stjórnir vest­rænna ríkja að selja okkur þeirra aðgerða­á­ætl­anir sem lausn á lofts­lags­vand­an­um. Lofts­lags­málin eru stærsta áskorun ald­ar­innar og innst inni vitum við von­andi öll að boð­aðar aðgerðir eru ekki nóg og taka ekki á rót vand­ans.

Skýr skila­boð Sam­ein­uðu þjóð­anna

Skila­boð Sam­ein­uðu þjóð­anna til heims­byggð­ar­innar eru að við þurfum að gera rót­tækar breyt­ingar innan sam­fé­lags­ins ef við ætlum að sleppa við verstu afleið­ingar lofts­lags­ham­fara og stuðla að sjálf­bærri þró­un. Gríð­ar­legar kerf­is­breyt­ingar þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Heims­mark­miðin eru heild­stæður leið­ar­vísir á þess­ari veg­ferð þar sem rétt­læti innan og á milli kyn­slóða er haft að leið­ar­ljósi.

Við getum ekki nálg­ast lofts­lags­málin með því að minnka ein­göngu kolefn­is­spor eig­ins lands ef við horfum ekki á allt í sam­hengi við sjálf­bæra þróun og heims­mark­mið­in. Á meðan hag­kerfið byggir á hag­vexti, arð­semi og gróða, hvort sem hag­vöxt­ur­inn fær nýja heitið „grænn hag­vöxt­ur“ eður ei, munum við halda áfram að ofnýta nátt­úru­legar auð­lindir og arð­ræna fátæk lönd og fátækt fólk til að þjóna þessu kerfi og gildum þess. Hagn­aður hnatt­ræna kap­ít­al­ism­ans verður nefni­lega að hluta til í gegnum og vegna arð­ráns, mann­rétt­inda­brota og eyði­legg­ingar nátt­úr­unn­ar. En nátt­úru­legar auð­lindir jarð­ar­innar eru tak­mark­aðar og vernd og við­hald þeirra ætti að vera grund­vall­ar­mark­mið okkar enda byggir til­vera okkar á því.

Hver ber ábyrgð­ina?

Höfum við misst stjórn á hag­kerf­inu eða skortir stjórn­mála­menn bara vilj­ann til að grípa inn í?

Hvernig stendur á því að ríki eru ennþá að nið­ur­greiða jarð­efna­elds­neyti? Af hverju má menga án þess borga fyrir afleið­ing­arn­ar?

Af hverju má stunda þaul­eldi á dýrum vel vit­andi að þetta er dýra­níð? Af hverju má stunda ósjálf­bæra fram­leiðslu­hætti sem hafa hnignun og mengun vist­kerfa og stór­fellda skóg­areyð­ingu víðs vegar um heim­inn í för með sér? Af hverju erum við í vest­rænum heimi áfram að arð­ræna fátæku lönd­in, auð­lindir og íbúa þess, til að byggja upp og við­halda hag­vexti, okkar eigin ríki­dæmi og eyðslu-lífs­stíl? Af hverju getum við ekki treyst því að það sem við kaupum og neytum hafi ekki skaðað annað fólk, dýr eða nátt­úr­una? Í sífellu er reynt að yfir­færa ábyrgð­ina á ein­stak­linga sem eiga með kaupum sínum að reyna að breyta kerf­inu í stað­inn fyrir að ríkin setji stefn­ur, lög og reglur og verji með því almannahagsmuni.

Við þurfum að skapa raun­veru­legan þrýst­ing

Við­horfs- og lífs­stíls­breyt­ingar ein­stak­linga í vest­rænum heimi eru gíf­ur­lega mik­il­vægar og þær eiga eig­in­lega að vera sjálf­sagðar og að verða að normi. En þær munu ekki koma í stað­inn fyrir alvöru kerf­is­breyt­ingar sem rík­is­stjórnir bera ábyrgð á. Ein­stak­lings­að­gerðir og kerf­is­breyt­ingar hald­ast í hendur og styðja hvort ann­að. Það eru stjórn­völd sem setja regl­urnar sem hag­kerfið fer eftir og það er hag­kerfið sem þarf að breytast!

Stór hópur fólks um allan heim, ekki síst unga fólk­ið, skilur nauð­syn þess að fara í rót­tækar kerf­is­breyt­ingar á meðan stjórn­mála­fólk skýlir sér á bak­við „græn­an“ hag­vöxt og áætl­anir og fyr­ir­heit sem eru á dag­skrá „seinna“. Í ljósi þess geta ein­stak­lings­að­gerðir núna jafn­vel verið for­senda fyrir kerf­is­breyt­ing­um. Með því að þrýsta á stjórn­völd og krefja þau um alvöru lofts­lags­að­gerðir getum við lagt okkar af mörkum í bar­átt­unni fyrir betri heim. Við verðum að byggja upp stærstu fjölda­hreyf­ingu sög­unn­ar!

Hver er okkar fram­tíð­ar­sýn?

Við þurfum að opna augun okkar fyrir mik­il­vægi rót­tækra kerf­is­breyt­inga. Við þurfum að átta okkur á því að þær eru raun­hæfar og að máttur okkar er mik­ill. Hér er gott að horfa til baka á sögu mann­kyns. Fall Berlín­ar­múrs­ins er fjölda­hreyf­ingu fólks­ins í land­inu að þakka, eins afnám á aðskiln­að­ar­stefnu í Suð­ur­-Afr­íku og kyn­þátta­bar­áttan í Banda­ríkj­unum svo fáein dæmi séu nefnd. Það sem getur hjálpað okkur mikið í því að finna bar­áttu­anda er að búa til eigin fram­tíð­ar­sýn.

Hvernig viljum við að heim­ur­inn líti út eftir 20-40 ár með heims­mark­miðin að leið­ar­ljósi? Búðu til fram­tíð­ar­sýn sem lætur þig hugsa út fyrir rammann og stíga skref út fyrir hamstra­hjól hins dag­legs lífs.

Fram­tíðin er það sem við stefnum að og búum til á hverjum degi. Það er kúnst að ímynda sér ákveðna óska­stöðu sem er ekki til staðar í nútíð­inni og læra hvernig væri hægt að raun­gera hana. Með slíka fram­tíð­ar­sýn í huga vitum við hvert við stefn­um, getum búið til mark­miða- og aðgerða­á­ætlun sem vörður að mark­inu og tekið áhrifa­mikil skref í átt að sjálf­bærri þróun og mik­il­vægum lofts­lags­mark­mið­um. Slík fram­tíð­ar­sýn hjálpar okkur einnig í því að norm­gera það sem nú virð­ist rót­tækt og fjar­lægt.

Það eru ekki öfgar að krefj­ast rót­tækra breyt­inga svo að afleið­ingar lofts­lags­ham­fara verði ekki svo geig­væn­legar að eng­inn muni vilja búa í slíkum heimi.

Við erum komin á þann tíma­punkt þar sem drauma­fram­tíð­ar­sýn er orðin raun­hæf­ari val­kostur en óbreyttir lifn­að­ar­hætt­ir. Látum stjórn­völd vita að við sam­þykkjum ekki óbreyttar leik­regl­ur! Við þurfum að finna kraft­inn innra með okkur og hafa trú á okkur sjálfum og getu okkar til aðgerða. Við þurfum öll að rísa upp og berj­ast fyrir fram­tíð­inni, drauma­fram­tíð­inni okk­ar. Við getum öll lagt eitt­hvað af mörk­um, núna!

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.