Banner image

Orsakir fyrir hruni vistkerfanna

Hvað er það sem knýr eyð­ingu vist­kerfa jarð­ar? Hvað er það í raun og veru sem aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna kall­aði í vik­unni „fjöldamorð mann­kyns“ í nátt­úr­unni? Ég ræddi árás­ina á vist­kerfin í grein minni hér í síð­ustu viku í til­efni af fjöl­þjóða­ráð­stefn­unni um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, sem hófst mið­viku­dag­inn 7. des. Þar beindi Guterres aðal­rit­ari spjótum sínum að fjöl­þjóð­legum fyr­ir­tækjum sem hann sagði „fylla banka­reikn­inga sína á sama tíma og þau tæmdu heim­inn af gjöfum nátt­úr­unn­ar“.

Þau hefðu gert vist­kerfi að „leik­föngum gróða­fíkn­ar.“

Þá „for­dæmdi hann upp­söfnun auðs og valda í höndum lít­ils fjölda ofur­ríkra ein­stak­linga,“ eins og segir á frétta­síðu SÞ.

Guterres er ekki sá fyrsti í mann­kyns­sög­unni sem fer í flokk „heimsósóma­manna.“ Fyrir 2000 árum blöskr­aði ræðu­snill­ingnum og stjórn­mála­skör­ung­inum Síseró þegar annað heims­veldi en okk­ar, Róma­veldi, hafi lagt undir sig mest af því sem ein­hvers var talið virði. Hann tal­aði um „girnd vora og rangs­leitni“ meðan allar þjóðir „æpa og kveina“. Svo féll hið mikla heims­veldi og við tóku hinar myrku mið­ald­ir. Stefnum við í sömu átt? Um hvað er aðal­rit­ar­inn að tala? Afleið­ing­arnar rakti ég í fyrri grein minni, en hvað veldur þessum ósköp­um?

Fimm meg­in­á­stæður fyrir hruni vist­kerf­anna

1) Land­notk­un. Síð­ustu 30 ár nemur skó­geyð­ing á plánet­unni um það bil 40 sinnum flat­ar­máli Íslands. Laus­lega reiknað er það flat­ar­mál Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna allra á þeim tíma sem lið­inn er frá fyrstu umhverf­is­vernd­ar­ráð­stefn­unni í Ríó. Land­bún­aður er aðal ástæð­an.

En haf­inu er ekki heldur hlíft. Eins og ég lýsi í bók minni Heim­ur­inn eins og hann er, teng­ist þessi eyð­ing beint mat­væla­kerfum heims­ins og hvernig þau virka. Við bein­línis étum skóg­ana. Von­ast er til að hægt verði að semja um að þriðj­ungur jarðar og haf­svæða verði „vernd­uð“ með einum eða öðrum hætti og tekin frá að hluta eða öllu leyti fyrir nátt­úr­una sjálfa. (Ekki eru öll vernd­ar­svæði jöfn: Kór­al­rifin geyma 80-90% af líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika hafs­ins. Á sama hátt er óvar­legt að leggja að jöfnu flat­ar­mál regn­skóga við mið­baug og ein­hæfa skóg­rækt við 66 gráður norður „til kolefn­is­bind­ing­ar.“)

En það er ekki bara hefð­bundin land­notkun til akur­yrkju sem veldur tjóni. Sam­göngu­kerfin skera sundur far­leiðir dýra, umferð á sigl­inga­leiðum hrekur sjáv­ar­spen­dýr af kjör­slóðum sín­um, vind­myllur mala fugla í spað. Skömmu eftir mið­bik síð­ustu aldar var massi mann­virkja meiri en lífmassi plánet­unn­ar. Svona rís heims­veldi okkar og kall­ast „Mannöld“ eins og ég lýsi í bók minni.

2) Lofts­lags­breyt­ingar eyða lífi. Á um það bil sama tíma og við felldum alla þessa skóga jókst útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda tvö­falt. Kolefni sem er bundið í skóg­um, mólendi og vot­lendi losnar við jarð­rask. Sam­kvæmt Umhverf­is­stof­unun er stærsti orsaka­valdur los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Ísland einmitt land­notk­un.

3) Mengun. Kemur ekki á óvart. Not á skor­dýra­eitri eru full­kom­lega óábyrg og plast­mengun í hafi drepur sjáv­ar­dýr unn­vörp­um. (12 millj­ónir tonna af plasti fara í hafið árlega). Þegar til­búnum áburði frá land­bún­aði skolar út í vatna­kerfin og höfin mynd­ast „dauða­svæði“ sem nema tugum þús­unda fer­kíló­metra hvert um sig. Plast­eyjar fljóta um höf­in.

4) Beint arð­rán á nátt­úru­legum auð­lindum. Þetta ógnar einni milljón teg­unda plantna og dýra (sam­tals eru 8 millj­ónir á jörð­u). Á ráð­stefn­unni sem fjallar um þessi mál og stendur nú yfir í Montr­eal (COP 15) er lögð mikil áhersla á að vernda erfða­efni plantna og dýra sem talin eru bera í sér heilsu­bæt­andi fram­tíð­ar­lausnir fyrir mann­kyn.

Vernd og end­ur­reisn vist­kerfa er því ekki bara spurn­ing um að hafa gaman af því að horfa á skokk­andi dádýr heldur grund­vall­ar­at­riði um líf á jörðu. Allt líf.

5) Fram­andi teg­undir: Utan nátt­úru­legra heim­kynna hafa fram­andi teg­undir skelfi­leg áhrif á aðrar sem eiga sér einskis ills von. Hnatt­ræn verslun og flutn­inga­leiðir eru meg­in­á­stæða fyrir því að aðkomu­teg­undir eyða lífi. (Ég læt öðrum eftir að ræða fram­andi teg­undir á Íslandi – en mikið hljóta þær að vera gagn­legar þegar þeim er boðið í nátt­úru okk­ar).

Óaf­má­an­leg spor mann­kyns

Það er þetta sem aðal­rit­ari SÞ kall­aði að mann­kyn not­aði nátt­úr­una eins og kló­sett á leið til sjálfs­morðs. Ekki er það fagur vitn­is­burður um það tíma­bil sem nú er sagt nýtt í jarð­sög­unni: Mannöld. (Ant­hropocene). Mann­kyn hefur sett óaf­má­an­leg spor sín á allt jarð­ríki og er hið nýja heims­veldi. Í bók­inni Heim­ur­inn eins og hann er spyr ég: Stefnir í sömu átt hjá okkur og meðal hinna vold­ugu Róm­verja forð­um? Að minnst kosti erum við komin á þann sama stað að öld­ungar rífa hár sitt og kveina eins og Síseró fyrir 2000 árum um það heims­veldi sem átti eftir að hrynja:

„Öll skatt­lönd eru harmi sleg­in, allar frjálsar þjóðir æpa og kveina, öll ríki ver­aldar mót­mæla grimmd vorri og græðgi. Úthafa á milli er eng­inn sá afkimi að eigi hafi fengið að kenna á girnd vorri og rangs­leitni.

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er, og hefur unnið greinar fyrir Kjarn­ann upp úr þeirri bók. Myndir eru úr henni líka.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.