Banner image

Óseðjandi – að virkja virkjananna vegna

Nýjasta keppi­kefli orku­iðn­að­ar­ins er að sann­færa lands­menn um að á Íslandi sé orku­skort­ur, í það minnsta að við getum ekki losað okkur við jarð­efna­elds­neyti án þess að fara út í meiri­háttar virkj­ana­fram­kvæmd­ir. Látið er líta svo út að það að byggja fleiri virkj­anir sé í þágu umhverf­is­verndar – nánar til­tekið til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þessar skoð­anir heyr­ast frá stjórn­mála­fólki jafnt sem for­svars­fólki orku­fyr­ir­tækja og síð­ast en ekki síst frá einu öfl­ug­asta rík­is­fyr­ir­tæk­inu, Lands­virkj­un.

Við fram­leiðum fjórum sinnum of mikið af raf­magni

Þegar brýn mál blasa við hér inn­an­lands, eins og að skipta út jarð­efna­elds­neyti fyrir raf­magn í sam­göngum er almenn­ingi sagt að ekki sé til næg orka – og að nauð­syn­legt sé að vinna frek­ari spjöll á íslenskri nátt­úru svo við eigum örugg­lega nóg raf­magn í orku­skipt­in. Merki­lega lítið er rætt um þá stað­reynd að tæp­lega 80%[1] þeirrar raf­orku sem fram­leidd er á Íslandi fer til stór­iðju. Íslend­ingar fram­leiða með öðrum orðum 4-5x meiri raf­orku en þeir þurfa, utan stór­iðj­unn­ar.

Lands­virkjun í slæmum félags­skap

Lands­virkjun er fyr­ir­tæki í rík­i­s­eigu. Stærstu við­skipta­vinir Lands­virkj­unar eru meðal verstu umhverf­is­sóða heims. Þetta eru Alcoa sem rekur álver á Reyð­ar­firði og Rio Tinto sem rekur álver í Straums­vík, en þessi fyr­ir­tæki eru á alræmdum listum yfir 100 verstu fyr­ir­tækin í umhverf­is­mál­u­m[2].

Lands­virkjun fær sínar tekjur m.ö.o. frá tveimur af verstu umhverf­is­sóðum heims. Þau við­skipti hafa verið rétt­lætt með ótrú­legum útúr­snún­ing­um[3] um lofts­lags­á­vinn­ing, fjölgun íbúa á lands­byggð­inni og gríð­ar­legri arð­semi.

Lands­virkjun er svo ábyrg fyrir stærstu með­vit­uðu eyði­legg­ingu á íslenskri nátt­úru, Kára­hnjúka­virkj­un. Allt var það gert í nafni arð­semi og ætl­aðs sam­fé­lags­legs ávinn­ings.

Hvað varð um ávinn­ing­inn?

Flest sjá sem betur fer orðið í gegnum slaka rök­semda­færslu um alheims­á­vinn­ing í lofts­lags­málum vegna stór­iðju á Ísland­i[4]. Aðrar rétt­læt­ingar hafa verið álíka hæpn­ar: Arð­semi Kára­hnjúka­virkj­unar átti að vera 14%, og fjölga íbúum á Aust­ur­land­i[5]. Árleg arð­semi hefur í besta falli verið 3% þegar mjög vel hefur árað og íbúum á Aust­ur­landi fjölg­aði aðeins um 607 frá 2003 til 2012[6], sem er tíma­bilið áður en bygg­ing virkj­un­ar­innar hófst þar til fimm árum eftir gang­setn­ingu henn­ar. Kís­il­verið á Bakka átti líka að leysa mörg vanda­mál á Norð­aust­ur­landi en hefur í raun verið lítt eða ekki starf­andi frá gang­setn­ingu. Íslenskt sam­fé­lag hefur tapað gríð­ar­miklum fjár­munum á því[7].

Óseðj­andi virkja­na­gleði

Hingað til hefur rétt­læt­ing á eyði­legg­ingu nátt­úr­unnar í nafni stórra virkj­ana því oft­ast reynst vera rök­leysa þegar upp er stað­ið. Og af hverju er raf­orkan sem þegar er fram­leidd hér ekki til kaups fyrir raf­væð­ingu íslensks sam­fé­lags? Vegna þess að orku­iðn­að­ur­inn virð­ast vera óseðj­andi. Þegar búið er að eyði­leggja eina nátt­úruperlu með virkj­un, vegum og vinnu­búðum vegna fram­kvæmd­anna, og raf­lín­um, grípur um sig óró­leiki og orku­iðn­að­ur­inn linnir ekki látum fyrr en hann fær næstu nátt­úruperlu til að leggja undir sig – og svo þá næstu. Rétt­læt­ingin er alltaf ein­hver, oft mjög óraun­hæf eins og 14% arð­semi, en alltaf er hún yfir­varp og dul­bún­ingur raun­veru­legs til­gangs: Að virkja virkj­an­anna vegna.

Eng­inn raf­orku­skortur er yfir­vof­andi á Ísland­i og við fram­leiðum nú þegar mun meiri raf­orku en sam­fé­lagið þarfn­ast. Látum ekki blekkj­ast af fram­kvæmdaglöðum lukku­ridd­ur­um. Stöndum vörð um íslenska nátt­úru um leið og við gerum Ísland jarð­efna­elds­neyt­is­laust[8].

Höfundur var framkvæmdastjóri Landverndar 2018-2023.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.

Heim­ild­ir:

[1] Orku­tol­ur-2019-is­lenska.pdf (orku­stofn­un.is)

[2] PERI - Combined Toxic 100 Geen­house 100 Indexes (umass.edu)

[3] Sér­fræð­ingur grípur í tómt (fretta­bla­did.is)

[4] Kolin í Kína - Vísir (vis­ir.is)

[5] Virkj­unin mun skila Lands­virkjun 14% arð­semi (mbl.is)

[6] Hag­stof­an.is

[7] Dýr­mæt­asti líf­eyr­is­sjóður þjóð­ar­innar - Land­vernd

Stór­iðju­stefnan = nýju fötin keis­ar­ans - Vísir (vis­ir.is)

[9] Jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland 2035 – Skýrsla - Land­vernd