Banner image

Rammaáætlun – innihald 3. áfanga

Ræðum til­lögur verk­efna­stjórnar 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Fyrst vill grein­ar­höf­undur taka það skýrt fram að það er ekki efa­mál að verk­efn­is­stjórn og fag­hópar hafa unnið sína yfir­grips­miklu vinnu af heil­ind­um, vand­virkni og fag­mennsku. Hins vegar er á sama tíma ljóst að gögn eru því miður víða af afar skornum skammti og margir kostir hafa farið inn í nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­unar þó síðar hafi komið í ljós að gögn vant­aði upp á raun­veru­legt mat. Auk þess er, eins og grein­ar­höf­undur hefur vikið að í fyrri greinum sínum um ramma­á­ætl­un, veru­legur halli á vernd virkj­ana­kosta og krafan um að alla­vega ein­hverjir kostir verði settir í nýt­ing­ar­flokk mun valda óbæt­an­legum skaða á nátt­úru­ger­sem­um. Svo verður að lokum að horfa til þess að hug­myndir um nátt­úru­vernd breyt­ast hratt á okkar tímum og svæði sem þótti ef til vill væn­legt að skoða með virkjun í huga, eru nú mörg hver löngu orðin þekkt fyrir nátt­úru­fegurð og aðdrátt­ar­afl og engum myndi detta í hug að virkja þar núna.

Eft­ir­far­andi er yfir­lit yfir virkj­ana­kost í nýt­ing­ar­flokki í 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, raðað eftir lands­hlut­um.

Reykja­nes

  • Stóra Sand­vík – 50 MW

  • Eld­vörp – 50 MW

article image

Eldvörp (Mynd: Ellert Grétarsson)

Eldvörp (Mynd: Ellert Grétarsson)

Vest­ast á Reykja­nesskag­anum eru tvær jarð­hita­virkj­anir reknar af HS orku, Svarts­engi (þar sem Bláa lónið er) og Reykja­nes­virkj­un, yst á Reykja­nestánni. Í ramma­á­ætlun er nú lagt til að bæta tveimur vinnslu­svæðum við þessar virkj­an­ir. Þau eru bæði ómet­an­leg þegar kemur að jarð­minj­um. Rann­sókn­ar­svæði á svæð­inu sem kennt er við Stóru Sand­vík mun ná yfir sjálfa vík­ina, gíga­röð­ina Stampa og einn fræg­asta ferða­manna­stað Suð­vest­ur­lands, „Brúna milli heims­álfa“. Það þarf ekki að hugsa lengi um þau hörm­ung­ar­á­hrif sem virkjun á þessu svæði myndi hafa á ferða­mennsku á svæð­inu enda yrði feg­urð þess fótum troðin með virkj­un. Eld­vörp eru af svip­uðum meiði, en því miður eru þau lengra frá augum almenn­ings og ferða­manna, og því hafa þau ekki fengið þá athygli sem þau eiga skil­ið. Gíga­röðin Eld­vörp er glæný á mæli­kvarða jarð­sög­unn­ar, mynd­að­ist í eld­gosi á svip­uðum tíma og Snorri Sturlu­son vann við ritun bóka sinna. Eld­vörp eru með fal­leg­ustu gíga­röðum lands­ins, lítið snortin og í örskots­fjar­lægð frá þétt­býl­is­stöðum Suð­vest­ur­horns­ins. Þau eru ómet­an­leg, og í ofaná­lag er óvíst hvort þau myndi yfir höfuð sér­stakan jarð­hita­geymi óháð öðrum virkj­unum svæð­is­ins. Ef svo er ekki munu þau ekki nýt­ast sem skyldi þar sem upp­dæl­ing úr Eld­vörpum myndi ein­fald­lega koma niður á þeim svæðum sem þegar hafa verið virkj­uð. Hér er mikil óvissa sem ekki virð­ist eiga að líta til, það er nefni­lega all­veru­legur mögu­leiki á að eyði­legg­ing Eld­varpa yrði algjör­lega til einskis þar sem engin feng­ist úr þeim orka.

Krýsu­vík

  • Aust­urengjar – 100 MW

  • Sand­fell – 100 MW

  • Sveiflu­háls – 100 MW

article image

Seltún (Mynd: Árni Tryggvason)

Seltún (Mynd: Árni Tryggvason)

Krýsu­vík­ur­svæðið nær yfir einar mest nýttu og fal­leg­ustu úti­vistar­perlur í nágrenni höf­uð­borg­ar­inn­ar. Saga svæð­is­ins, bæði jarð­saga og mann­vist, er afar merki­leg. Hraun­flákar svæð­is­ins eru glæ­ný­ir, mikið til mynd­aðir eftir land­nám, og mann­vist­ar­sagan mikil með bæði alda­fornum minjum og minjum um brenni­steins­nám síð­ari alda. Úti­vistar- og ferða­manna­staðir eru fjöl­margir, svo sem Seltún sunnan Kleif­ar­vatns, Keil­ir, Djúpa­vatn og Vig­dís­ar­vell­ir. Til að nálg­ast hina dreifðu orku í Krýsu­vík­ur­kerf­inu þyrfti að útbúa stök virkj­ana­svæði við alla helstu jarð­hita­kjarna svæð­is­ins og yrði við­kvæmt svæðið ekki svipur hjá sjón eftir slíkar fram­kvæmd­ir, aug­ljóst er að virði þess­ara svæða ósnort­inna mun aukast hratt með árun­um. Hér ríkir því það sama og utar á Reykja­nesskag­an­um, það væri glapræði að troða jarð­hita­virkj­unum niður á þetta svæði. Samt er það gert í ramma­á­ætl­un. Reyndar eru Brenni­steins­fjöll eina háhita­svæði Reykja­nesskag­ans sem ekki er í nýt­ing­ar­flokki. Allt hitt virð­ist mega fara.

Heng­ils­svæðið

  • Hvera­hlíð II – 90 MW

  • Þver­ár­dalur – 90 MW

  • Meit­ill­inn – 45 MW

Heng­ils­svæðið hefur ákveðna sér­stöðu þegar kemur að nýt­ingu. Núver­andi virkj­an­ir, á Nesja­völlum og Hell­is­heiði, útvega stórum hluta höf­uð­borg­ar­búa heitt vatn og eru þannig eðli­legur hluti af auð­linda­nýt­ingu lands­ins, en eru alls ekki án fórna. Upp­bygg­ing þess­ara virkj­ana var þó æði ólík, þar sem Nesja­valla­virkjun var byggð upp í sex áföngum yfir um 15 ára tíma­bil en Hell­is­heið­ar­virkjun var byggð allt of hratt upp, lítil reynsla fékkst á við­brögð jarð­hita­geyms­ins við ágengri nýt­ing­unni og afl svæð­is­ins hefur fall­ið. Nú hefur Hvera­hlíð verið tengd við Hell­is­heiða­virkjun til að minnka álagið á jarð­hita­svæðið við virkj­un­ina. Hvera­hlíð II, sem er í nýt­ing­ar­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, er stækkun á því vinnslu­svæði og í því sam­hengi eðli­legur kostur enda svæðið þegar nýtt.

article image

Innstidalur (Mynd: Ellert Grétarsson)

Innstidalur (Mynd: Ellert Grétarsson)

Hinir virkj­un­ar­kost­irnir í nýt­ing­ar­flokki í Hengl­inum liggja hins vegar ann­ars staðar í Heng­il­seld­stöð­inni, á miklu ósnortn­ari svæð­um. Meit­ill­inn liggur austan við Þrengsla­veg þar sem lítið sést til mann­virkja en Þver­ár­dalur er nán­ast algjör­lega ósnort­inn, langt inni í kjarna Heng­ils­ins, líkt og Inn­sti­dalur sem af óskilj­an­legum ástæðum er enn í bið­flokki. Það er tóm þvæla að ætla að virkja á þessum svæð­um, enda Heng­ill­inn afar mik­il­vægur sem úti­vist­ar­svæði höf­uð­borg­ar­búa og Hver­gerð­inga og svæðin dýr­mæt­ari eftir því sem þau liggja dýpra í Hengl­in­um. Sem betur fer virð­ist sem stendur nokkuð lítil hætta á því að jarð­hiti í kjarna Heng­ils­ins verði nýttur í næstu fram­tíð, þótt svæðið sé í nýt­ing­ar­flokki, enda hafa for­víg­is­menn Orku­veit­unnar alls ekki sýnt því áhuga, og von­andi verður það þannig um ókomna fram­tíð. Lang­best færi þó á því að Heng­ils­svæðið yrði að fullu varið í vernd­arflokki fyrir frek­ari virkj­un­ar­nýt­ingu.

Vest­firðir

  • Aust­ur­gils­virkjun – 35 MW

  • Hval­ár­virkjun – 55 MW

Virkj­ana­mögu­leikar á Vest­fjörðum hafa mikið verið ræddir und­an­farin ár. Tvö víð­feðm hálend­is­svæði liggja þar, Gláma og Ófeigs­fjarð­ar­heiði. Virkj­ana­kost­irnir tveir í nýt­ing­ar­flokki á Vest­fjörðum eru báðir á síð­ar­nefnda svæð­inu. Ófeigs­fjarð­ar­heiði er eitt sam­felldasta og mesta óbyggða víð­erni utan mið­há­lend­is­ins og ákaf­lega verð­mætt sem slíkt. Nátt­úran þar er sér­stök og svæðið ákaf­lega fáfar­ið, enda litlar byggðir við það. Virkj­an­irnar tvær myndu báðar hafa óbæt­an­leg áhrif á þessi víð­erni, Hvalá ein myndi skerða víð­ernin um meira en 40%.

article image

Hvalárfoss (Mynd: Snæbjörn Guðmundsson)

Hvalárfoss (Mynd: Snæbjörn Guðmundsson)

Í flokkun fag­hópa ramma­á­ætl­unar var hins vega mat á víð­ernum með til­tölu­lega lágt vægi, jafn­vel þótt víð­erni séu orðin afar fágæt í heim­in­um, og þá sér­stak­lega í Evr­ópu. Þar að auki byggði flokkun Hval­ár­virkj­unar á tak­mörk­uðum gögnum og hefur það komið ber­sýni­lega í ljós á síð­ustu árum með betri könnun virkj­ana­svæð­is­ins. Þannig kom í ljós sum­arið 2019 að merkir stein­gerv­ingar eru á virkj­ana­svæð­inu, en þeir njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þeir höfðu ekki verið rann­sak­aðir áður eða vit­neskja um þá verið opin­beruð. Slík helj­ar­stór gloppa í gögnum vekur ágengar spurn­ingar um hvort slíkt eigi ef til vill um aðra virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokki.

Norð­ur­land vestra

  • Virkj­anir á veitu­leið Blöndu­virkj­unar – 31 MW

  • Blöndu­lund­ur, vind­orku­ver – 100 MW

Hér eru kostir sem vert er að kanna vel í ljósi svæð­is­ins sem þeir liggja á og er þegar rask­að. Betri nýt­ing á falli Blöndu ofan núver­andi Blöndu­virkj­unar mun lík­leg­ast hafa lítil umhverf­is­á­hrif umfram þau sem þegar hafa komið fram við fyrri virkj­un. Það er því væn­legur kostur til fram­tíð­ar, þótt lít­ill sé miðað við risa­virkj­anir ann­ars staðar á land­inu. Aðrir álíka kostir eru einmitt til umfjöll­unar hjá verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, þar sem stækkun virkj­ana á Þjórs­ár-Tungna­ár­svæð­inu eru metn­ir. Með betri nýt­ingu núver­andi virkj­ana má bregð­ast við mögu­legum orku­skorti fram­tíðar á við­un­andi hátt. Blöndu­lundur myndi einnig geta komið til greina sem vind­orku­virkj­un­ar­svæði með til­tölu­lega lítil áhrif á víð­erni og ferða­mennsku, þótt áhrif á fugla­líf gætu orðið mik­il. Áhrifin yrðu þó almennt minni borið saman við mörg önnur vind­orku­svæði sem komið hafa upp í umræðu und­an­far­inna ára eins og t.d. Búr­fellslund, vind­orku­hug­myndir við botn Breiða­fjarðar og víð­ar.

Norð­ur­land eystra

  • Bjarn­arflag – 90 MW

  • Kröflu­virkj­un, stækkun – 150 MW

Hér eru tvær hug­myndir í næsta nágrenni Mývatns. Kröflu­virkjun er þegar í rekstri og stækkun henn­ar, ef hún er mögu­leg yfir höf­uð, mun hugs­an­lega ekki hafa mjög mikil áhrif á umhverfið umfram þau sem nú þegar hafa komið fram vegna núver­andi virkj­un­ar. Stækkun ætti þó að vera mjög hóf­leg, og upp­sett afl stækk­unar er að öllum lík­indum allt of mikið miðað við nálægð við byggð og mik­il­væg ferða­manna­svæði.

article image

Mývatn (Mynd: Villy Fink Isaksen)

Mývatn (Mynd: Villy Fink Isaksen)

Bjarn­arflags­virkjun er á hinn bóg­inn ákaf­lega við­sjár­verður og í raun óskilj­an­legur virkj­un­ar­kost­ur, í mik­illi nálægð við íbúa­byggð, mik­il­feng­leg ferða­manna­svæði og sjálft Mývatn sem er óum­deil­an­lega eitt allra­merkasta stöðu­vatn heims vegna líf­ríkis síns og umgjarð­ar. Allar stórar fram­kvæmdir í nálægð við vatnið eru áhættu­samar en virkjun í Bjarn­arflagi væri algjör fásinna. Algjör­lega óvíst er hvaða áhrif virkj­unin myndi hafa á grunn­vatns­strauma svæð­is­ins, Mývatn sjálft og ofur­við­kvæmt líf­ríki þess. Þar að auki væri von á loft- og grunn­vatns­mengun með mögu­lega hörmu­legum afleið­ingum fyrir íbúa og ferða­menn á svæð­inu. Bjarn­arflags­virkjun er ótví­rætt einn af verstu virkj­ana­kostum lands­ins en ein­hverra hluta vegna virð­ist þess ekki hafa gætt í mati fyrri verk­efna­stjórna. Nýt­ing­ar­flokkun hennar er óðs manns æði.

Vatna­svið Þjórs­ár-Tungna­ár-Köldu­kvísl­ar:

  • Skrokköldu­virkj­un, Köldu­kvísl – 45 MW

  • Hvamms­virkjun í Þjórsá – 93 MW

  • Holta­virkjun í Þjórsá – 57 MW

  • Urriða­foss­virkjun í Þjórsá – 140 MW

Á vatna­sviði Þjórsár eru fjórir virkj­ana­kostir í nýt­ing­ar­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Skrokköldu­virkjun er mjög ofar­lega í vatna­sviði árinn­ar, milli Hágöngu­lóns og Kvísla­veitu, en hinar þrjár virkj­an­irnar eru fyr­ir­hug­aðar í neðri hluta Þjórsár milli Búr­fells­virkj­unar og Þjórs­ár­ósa.

Skrokkalda

article image

Eyrarrósargil (Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir)

Eyrarrósargil (Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir)

Skrokköldu­virkjun er fyr­ir­huguð við hlið Sprengisands­leið­ar, einnar fjöl­förn­ustu hálend­is­leiðar lands­ins. Hún er rétt­lætt með því að virkj­unin sjálf og aðrennsl­is­göng verði neð­an­jarðar og því ósýni­leg ferða­löngum um hálend­ið. Þeirri hug­mynd hefur einnig verið haldið á lofti að Skrokköldu­virkjun sé fyr­ir­huguð á þegar rösk­uðu svæði. Það er hins vegar miklum ofsögum sagt að svæðið sé nú þegar raskað, uppi­stöðu­lón Lands­virkj­un­ar, Hágöngu­lón og Kvísla­vatn, eru víðs fjarri og umhverfið við sjálfa Skrokköldu er ákaf­lega eyði­legt, engin mann­virki sjá­an­leg en nátt­úr­feg­urð mikil og óbyggða­upp­lifun alger. Virkj­un­ar­hús verða vissu­lega neð­an­jarðar en hlað­hús og spenn­ar, ganga­munn­ar, jöfn­un­ar­þró, slóðar og fleira á yfir­borði og mest allt sýni­legt af Sprengisands­leið, sem verður þess utan styrkt og byggð upp sunnan virkj­un­ar. Til­vist þess­ara mann­virkja mun í hugum margra sem drag­ast að hálend­inu eyði­leggja óbyggða­upp­lifun­ina, bæði sjón­rænt sem og hug­rænt. Þótt hlífa eigi nátt­úruperlum eins og Eyr­ar­rós­ar­gili, sem er í næsta nágrenni, er mjög hætt við að virkj­unin muni skaða svæðið end­an­lega í hugum fólks, mann­gera það og þrengja þannig enn frekar að víð­ernum hálend­is­ins. Þá verður sam­hliða virkj­un­inni end­an­lega gert út af við eitt allra­þekktasta örnefni hálend­is­ins, Köldu­kvísl, sem var gert ódauð­leg skil í Áföng­um, kvæði Jóns Helga­son­ar. Með Skrokköldu hættir Kalda­kvísl, eitt allra­þekkt­ast hálend­is­fljót lands­ins, í raun að vera til þar sem hún verður full­virkjuð og rennsli í far­vegi hennar nán­ast hvergi meira en örlít­ið. Í ljósi alls þessa verður að tryggja áfram­hald­andi óbyggða­upp­lifun á þessu svæði og koma í veg fyrir að Lands­virkjun eigni sér það sem hluta af virkj­ana­svæðum sín­um, sem fyr­ir­tækið rær öllum árum að þessi miss­eri.

Neðri hluti Þjórsár

Virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, Hvamms-, Holta- og Urriða­foss­virkj­an­ir, eru annað magnað og dýr­mætt svæði, sem Lands­virkjun og fleiri hafa reynt að klína á stimpl­inum „raskað“. Sann­leik­ur­inn er sá að far­vegur Þjórsár í byggð neðan Búr­fells, sem er 70 km að lengd eða þriðj­ungur af heild­ar­lengd Þjórs­ár, er nán­ast algjör­lega órask­að­ur, og mik­il­vægi árinnar þar hvað varðar nátt­úru­um­gjörð og byggða­sögu mikið að sama skapi. Virkj­anir ofar í ánni hafa engin áhrif á Þjórsá í byggð utan þess að jafna rennsli fjóts­ins yfir árið og draga úr fram­burði hennar ofan af hálend­inu. Að öðru leyti er far­vegur fljóts­ins full­kom­lega órask­aður utan eins laxa­stiga við Búða.

article image

Búði (Mynd: Matthías Ásgeirsson)

Búði (Mynd: Matthías Ásgeirsson)

Mjög hætt er við að virkj­anir á þessu svæði muni skaða eða eyði­leggja fisk­stofna árinn­ar, bæði lax og urriða sem þríf­ast í henni og þverám. Algjör­lega óvíst er hvort mót­væg­is­að­gerðir hönn­uða með seiða­fleytum muni koma að gagni, auk þess sem mik­il­væg hrygn­ing­ar- og búsvæði munu fara undir miðl­un­ar­lón. Virkj­an­irnar munu rústa stór­kost­legri umgjörð Þjórsár í byggð sem er án efa einn stór­brotn­asti far­vegur jök­ul­fljóts í blóm­legu land­bún­að­ar­hér­aði nokk­urs staðar á jörðu. Áin rennur um Þjórs­ár­hraun, mesta hraun­flæmi sem runnið hefur á jörðu frá síð­asta jök­ul­skeiði ísald­ar, þrír af mestu fossum lands­ins verða eyði­lagð­ir, Urriða­foss, Búði og Hesta­foss, auk flúða við Ölmóðsey ofan Við­eyjar sem er sjálf frið­lýst vegna sér­stæðs líf­rík­is. Viðey hefur notið nátt­úru­legrar verndar af Þjórsá sjálfri og er því nán­ast ósnortin af mönnum og dýr­um. Nátt­úru­leg vernd eyj­unn­ar, sem hýsir yfir 70 plöntu­teg­und­ir, þar af tvær teg­undir sem telj­ast sjald­gæfar á lands­vísu, mun verða að engu þar sem Hvamms­virkjun mun stöðva rennsli Þjórsár við eyj­una og opna hana fyrir ágangi manna og dýra.

article image

Viðey í Þjórsá (Mynd: Anna Sigríður Valdimarsdóttir)

Viðey í Þjórsá (Mynd: Anna Sigríður Valdimarsdóttir)

Virkj­an­irnar í neðri hluta Þjórsár munu skerða var­an­lega lífs­gæði íbúa, ferða­manna og sum­ar­bú­staða­eig­enda í nágrenni virkj­un­ar, með vatns­skerð­ingu í far­vegi, mögu­legu leir­foki úr lón­stæðum og ásýnd far­veg­ar­ins, stíflum og jarð­vegs­haug­um. Loks hafa nú virkj­ana­hug­mynd­irnar nú þegar skaðað mjög illa sam­fé­lagið við Þjórsá sem klofnað hefur vegna ágangs Lands­virkj­un­ar, eða eins og segir í umsögn Ung­sólar við ramma­á­ætlun frá því í apríl 2017:

„Sam­fé­lagið hefur í áraraðir fundið fyrir áhrifum þess að vera undir járn­hæl óvissu sem fylgir því að hafa þetta mál hang­andi yfir sér. Mál af þessum toga valda miklu álagi á jafn lítið sam­fé­lag eins og Skeiða- og Gnúp­verja­hreppur er. Við höfum nú þegar fundið fyrir þessum áhrifum eftir ára­tuga þóf um virkj­anir í Þjórs­á.“

Þessi klofn­ingur í sveit­inni er því miður alls ekki eins­dæmi en hann hefur verið mikið í umræðu vegna virkj­ana eins og Hvalár-, Svart­ár- og Ein­búa­virkj­un­ar. Virkj­ana­fram­kvæmdir þar eru í öllum til­vikum reknar áfram af einka­að­il­um, en í Þjórsá hefur Lands­virkjun notið krafta sinna sem stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins og sett gríð­ar­lega og óvægna pressu á sam­fé­lag­ið.

Nið­ur­staða

Ofan­greindir kostir í nýt­ing­ar­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­unar eru með heild­ar­upp­sett afl upp á rúm 1400 MW, og orku­getu upp á ríf­lega 10.000 GWst. Núver­andi raf­orku­fram­leiðsla á Íslandi er um 20.000 GWst svo með virkj­unum í nýt­ing­ar­flokki væri verið að auka raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi um meira en helm­ing. Í ljósi núver­andi fram­leiðslu, sem er þegar gríð­ar­lega mik­il, er sú hug­mynd í besta falli stórfurðu­leg að ætla að bæta svo mik­illi raf­orku­fram­leiðslu við núver­andi kerfi.

Flestir þess­ara kosta munu hafa miklar fórnir í för með sér fyrir nátt­úru, umhverfi og sam­fé­lög víða um land. Það verður að hafa vel í huga í allri umfjöllun um ramma­á­ætl­un. Nefnd­ar­menn í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, sem og allir aðrir þing­menn sem koma að umfjöllun og atkvæða­greiðslum um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una, þurfa að gera alvar­lega upp við sig hvar þeir vilja standa gagn­vart kyn­slóðum fram­tíð­ar.

Er nátt­úr­gæð­um, litlum sam­fé­lögum og hags­munum kom­andi kyn­slóða virki­lega fórn­andi fyrir enn meiri og ágeng­ari raf­orku­fram­leiðslu lang­mestu raf­orku­þjóðar heims?

Höf­undur er jarð­fræð­ing­­ur, rit­höf­undur og stjórn­­­ar­­maður í Hag­þenki.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.