Banner image

Umhverfisvernd í öndvegi á nýju kjörtímabili

Lofts­lags-, umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál hafa verið áber­andi í umræð­unni í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu. Gera verður ráð fyrir að þau verði ríkur þátt í starfi Alþings og rík­is­stjórn­ar­innar á kom­andi kjör­tíma­bili. Land­vernd hefur staðið vakt­ina í umhverf­is­vernd í lið­lega hálfa öld. Við upp­haf nýs kjör­tíma­bils viljum við því til­greina brýn mál sem sam­tökin telja að eigi að hafa for­gang.

1. Lýsa strax yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um.

2. Gera fram­sækna og raun­hæfa ætlun um að losa Ísland við jarð­efna­elds­neyti sem orku­gjafa, sem lögð yrði fyrir Alþing­i.

3. Lög­festa mark­mið í lofts­lags­málum og koma stig­hækk­andi gjaldi á alla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Um leið þarf að tryggja að gjaldið auki ekki á mis­skipt­ingu í sam­fé­lag­in­u.

4. Lög­binda ákvæði Árósa­samn­ings­ins um rétt­indi umhverf­is­sam­taka, sam­ræma lög um mat á umhverf­is­á­hrifum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum og inn­leiða ákvæði um umhverf­is- og nátt­úr­vernd í stjórnarskrá.

5. Stofna þjóð­garð til að styrkja vernd hálend­is­ins, auka öryggi og bæta aðgengi gesta, end­ur­skipu­leggja stjórn­sýslu nátt­úru­verndar til efla hana og hag­ræða, fylgja eftir vinnu við ramma­á­ætl­un, og setja á ótíma­bundið bann við frek­ari virkj­unum á hálend­in­u.

6. Gera átak í end­ur­heimt vist­kerfa svo sem vot­lendis og stöðva beit á illa förnu landi. Bæta og fylgja eftir lögum og reglum um fram­andi ágengar teg­undir og lögum er varðalausa­göngu búfjár.

7. Inn­leiða frek­ari aðgerðir og umbætur á styrkja­kerfi til að tryggja sjálf­bæra land­nýt­ingu og mat­væla­fram­leiðslu.

8. Fram­fylgja af krafti stefnu í úrgangs­málum „Í átt að hringrás­ar­hag­kerfi“ og opna aðgengi almanna­hags­muna­sam­taka að stjórn Úrvinnslu­sjóðs.

9. Koma böndum á og stöðva nei­kvæð umhverf­is­á­hrif fisk­eldis í sjó­kvíum með nauð­syn­legum umbótum á lögum og reglum sem um það gilda.

10. Heim­ila sveit­ar­fé­lögum að leggja gjöld á nagla­dekk í þeim til­gangi að draga úr notkun þeirra og bæta þannig loft­gæði og heilsu­far íbú­a.

Stjórn Land­verndar hvetur alla þing­menn til að kynna sér fram­an­greind mál og halda þeim til haga þegar Alþingi tekur til starfa. Stjórn­sýslan og stofn­anir rík­is­ins búa yfir þekk­ingu til að útfæra fram­an­greind atriði þannig að vel fari. Stjórn og starfs­menn Land­verndar eru að sjálf­sögðu einnig reiðu­búin að veita frek­ari upp­lýs­ingar og stuðn­ing við nán­ari útfærslu. Hafa ber í huga að lið­sveitir sér­hags­muna munu að vanda reyna að koma í veg fyrir fram­göngu þjóð­þrifa­mála.

Höf­undar eru for­maður og vara­for­maður Land­vernd­ar.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.