Banner image

Vegagerð um Teigsskóg – íslensk náttúra á útsölu

Síð­ustu hindr­unum fyrir vega­gerð um Teig­skóg í Þorska­firði hefur verið rutt úr vegi og fram­kvæmdir komnar á rek­spöl. Bar­áttan fyrir því að vernda nátt­úru svæð­is­ins og leita ann­arra val­kosta við vega­gerð hefur verið löng og á köflum óvæg­in. Nið­ur­staðan var nátt­úru­vernd­ar­fólki mikil von­brigði. Ódýrasta lausnin fyrir Vega­gerð­ina varð fyrir val­inu. Sú lausn er þó að mínu mati sú dýrasta.

Það gleymd­ist nefni­lega að meta til fjár þau spjöll sem unnin verða á nátt­úru Íslands.

Slík vinnu­brögð eru við­var­andi vandi sem verður að leið­rétta.

Vernd­uðum svæðum á nátt­úru­minja­skrá verður spillt

Teigs­skógur er eitt stærsta sam­fellda skóg­lendi á Vest­fjörð­um. Hann er óslit­inn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar ein­stakt sam­spil með leirum og grunn­sævi. Báðar þessar vist­gerð­ir, birki­skóg­ur­inn og leir­urn­ar, njóta verndar í gild­andi nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þá er svæðið allt verndað með sér­lögum um Breiða­fjörð og áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna eru á nátt­úru­minja­skrá. Veg­ur­inn spillir þessum verð­mætum og er ósam­rým­an­legur fram­an­greindum vernd­un­ar­á­kvæðum

Eyði­legg­ing á nátt­úru Íslands er ekki okkar einka­mál

Veglagn­ing um Teigs­skóg brýtur í bága við ákvæði Bern­ar­samn­ings­ins um verndun teg­unda og búsvæða sem Ísland á aðild að. Málið var tekið upp á vett­vangi samn­ings­ins við lok síð­asta árs og þar var varað við fram­kvæmdum í Teigs­skógi. Í kjöl­farið hefur skrif­stofa Bern­ar­samn­ings­ins boðað komu sína til lands­ins að kanna stöðu mála.

Hæsti­réttur dæmdi nátt­úr­unni í vil

Verum þess minnug að áform um vega­gerð um Teigs­skóg voru stöðvuð með dómi Hæsta­réttar árið 2009. Vega­gerðin nýtti því miður ekki dóms­orð Hæsta­réttar til að leita ann­arra og umhverf­is­vænni leiða til að bæta sam­göngur á svæð­inu. Alþingi breytti lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum til að liðka almennt fyrir fram­kvæmdum og draga úr vægi nátt­úru­vernd­ar. Vega­gerðin not­færði sér þá breyt­ingu og gerði nýja atlögu að Teig­skógi, atlögu sem hefur heppn­ast.

Það er aldrei bara ein leið

Land­vernd hefur um langt ára­bil reynt að koma í veg fyrir áform um vega­gerð um Teigs­skóg – eins og sam­tök­unum ber skylda til þegar svo mikil nátt­úru­verð­mæti eru í húfi. Um leið hefur Land­vernd bent á mun betri val­kost frá sjón­ar­horni nátt­úru­verndar fyrir þessar mik­il­vægu vega­bæt­ur. Sú lausn felst í því að leggja jarð­göng undir Hjalla­háls og Gufu­dals­háls (sjá ályktun aðal­fundar 2007 og skýrslu Land­verndar um jarð­göng á Vest­fjörð­u­m). Sveit­ar­fé­lagið Reyk­hóla­hreppur kom enn fremur með til­lögu að brú af Reykja­nesi yfir í Skála­nes (Sveit­ar­stjórn réði ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Viaplan til að vinna skýrsl­una, sem gefin var út í des­em­ber 2018 og upp­færð í febr­úar 2019). Báðum þessum lausnum hafn­aði Vega­gerð­in.

Vega­gerðin valdi lang­versta kost­inn

Mat á umhverf­is­á­hrifum sýndi einnig að fyrir hendi voru raun­hæf­ar, mun betri aðferðir til að útfæra þá leið sem Vega­gerðin vildi. Að mati Land­verndar bar Vega­gerð­inni því að fara að nið­ur­stöðu val­kosta­mats í stað þess að velja Teigs­skóg­ar­leið­ina sem svo miklum skaða veldur á nátt­úru svæð­is­ins.

Vega­gerðin reiknar vit­laust

Vega­gerðin metur ekki til fjár þann skaða sem óneit­an­lega verður á nátt­úru­verð­mæt­um. Þess vegna verða útreikn­ing­arnir rangir og afleið­ingin sú að leið­ar­val byggir á röngum for­send­um.

Spyrja má hvort mat á umhverf­is­á­hrifum sé í raun óþarft ef fram­kvæmd­ar­að­ilar geta þannig sleppt því að meta til fjár þann skaða sem til­tekin fram­kvæmd veld­ur.

Horfum fram á við og gerum betur

En það er ekki ástæða til að dvelja lengi við for­tíð­ina. Nátt­úru­vernd­ar­fólki er brugðið og íbúar á svæð­inu hafa fundið sig svikna af gömlum og marg­ít­rek­uðum lof­orðum um sam­göngu­bæt­ur. Drögum lær­dóm af mál­inu og eflum bar­átt­una fyrir vernd íslenskrar nátt­úru og vinnum að sam­göngu­bótum í sátt við nátt­úr­una. Hlustum eftir ábend­ingum frá Bern­ar­samn­ingnum þegar sú mik­il­væga stofnun hefur kannað máls­á­stæð­ur. Málið verður nú lagt inn í reynslu­bank­ann. Í fram­tíð­inni verður að koma í veg fyrir að kostn­aður við fram­kvæmdir ráði einn um val á vega­stæði. Sá kostn­aður segir aðeins hluta sög­unn­ar. Leggja verður fjár­hags­legt mat á þau nátt­úru­spjöll sem fram­kvæmdum fylgja svo raun­veru­legur kostn­aður komi fram og bera val­kosti saman á þeim grunni. Hag­fræðin býr yfir aðferðum sem beita má í þeim til­gangi og mik­il­vægt að Vega­gerðin til­einki sér þær. Það er löngu tíma­bært að Vega­gerðin meti raun­verulega kostnað við fram­kvæmdir og ákvörðun sé ekki byggð á fölskum grunni eins og vegur um Teig­skóg er dæmi um.

Höfundur var formaður Landverndar 2019–2023.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.