Efnistaka í Hörgá, haust 2023
2023-12-21
Náttúrugrið kærðu í október 2023 nýveitt framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæði E-9 í Hörgá. Nokkur leyfi fyrir efnistöku í ánni höfðu fyrr um haustið þegar verið felld úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Hörgársveit veitti aftur leyfi til sömu framkvæmdaaðila örfáum vikum síðar.
Neikvæð umsögn Umhverfisstofnunar og þáverandi Veiðimálastofnunar voru virt að vettugi, en þar var mælt eindregið gegn áætlaðri umfangsmikilli efnistöku vegna álags og óvissu um afdrif lífríkis. Af þeim sökum, annmörkum á málsmeðferð, sem og ósamræmi við lög um stjórn vatnamála var leyfið fellt úr gildi.