Landmannalaugar; varnargarðar og bílastæði
Náttúrugrið kærðu í september 2023 framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis og varnargarða við Námskvísl í Landmannalaugum en með framkvæmdinni hefði ásýnd svæðisins breyst varanlega.
Leyfið var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í janúar 2024 þar sem það var í ósamræmi við löggjöf á sviði náttúruverndar og umhverfismála. Með því voru áform um mikla uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu slegin af og hefur Umhverfisstofnun lýst því yfir að taka þurfi fyrri hugmyndir um framkvæmdir og umsjón svæðisins til endurskoðunar.