Banner image

Aðeins fimmtungur friðlýstur

Ísland hefur lægra hlut­fall frið­lýsts lands en flest Evr­ópu­lönd. Á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, samn­ings­ins um líf­fræði­lega fjöl­breytni, er unnið að því að 30% alls lands (og sjáv­ar) njóti verndar árið 2030 („30 by 30“). Nú hafa yfir 70 ríki skrifað upp á það mark­mið. Á Íslandi er hlut­fall frið­lýstra land­svæða 20,1%. Það hlut­fall hefur lítið breyst síð­ustu ár; hækkað um 1,3% frá 2017. Mestu mun­aði auð­vitað um það þegar Vatna­jök­uls­þjóð­garður var stofn­aður árið 2008.

Alþingi setti ný nátt­úru­vernd­ar­lög fyrir hart­nær ára­tug. Þau tóku gildi 2015. Með lög­unum ákvað Alþingi að áætlun um frið­lýs­ingar skyldi verðameg­in­stjórn­tæki nátt­úru­verndar á Íslandi“. Þetta tæki er kallað Fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár (B-hluti) í lög­un­um. Það er Alþingis að sam­þykkja áætl­un­ina – ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Hún hefur þó aldrei verið lögð fyrir Alþingi. For­veri þess­arar áætl­unar var önnur sams­kon­ar, kölluð Nátt­úru­vernd­ar­á­ætl­un, sem líka átti að leggja fyrir á fimm ára fresti. Slíka áætlun sam­þykkti Alþingi síð­ast árið 2010 og þar áður 2004. Enn eldri er Nátt­úru­minja­skrá frá 1995 en þá var bæði ákvörðun og fram­kvæmd frið­lýs­inga á hendi Nátt­úru­vernd­ar­ráðs.

article image

Hlutfall friðlýsts landsvæðis 31 Evrópuríkis. Heimild: WDPA

Hlutfall friðlýsts landsvæðis 31 Evrópuríkis. Heimild: WDPA

Helsta stjórn­tæki nátt­úru­verndar á Íslandi er sam­kvæmt þessu óvirkt. Engin stefna íslenskra stjórn­valda um frið­lýs­ingar er til. Fram­kvæmdin er eftir því.

Það er sann­ar­lega tíma­bært að setja nátt­úru­vernd í sam­hengi við lofts­lags­mark­mið. Á Íslandi eru tæki­færi og þarf atvinnu­líf, ungt fólk og umhverf­is­sam­tök að lið­sinna stjórn­völdum.

Þetta er fyrri grein höf­undar um frið­lýs­ing­ar. Sú síð­ari fjallar um víð­erni.


Höf­undur er lög­mað­ur.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.