Banner image

Hvalárvirkjun á Ströndum: Ríkisstyrkur til einkaaðila

Virkjun Hvalár í Ófeigs­firði sætir nú mati á umhverf­is­á­hrifum og hefur verk­fræði­stof­an Ver­kís skilað inn viða­mik­illi frum­mats­skýrslu (sjá fyrri grein). Hval­ár­virkjun var skipað í orku­nýt­ing­ar­flokk í 2. áfanga ramma­á­ætl­unar á grunni verð­mæta- og áhrifa­ein­kunna undir með­al­lagi. Þá sem nú lá fyrir að þessi virkjun væri óhag­kvæm vegna mik­ils tengi­kostn­aðar við við flutn­ings­kerfi raf­orku, lands­net­ið. Í fyrri grein var rætt um þau gríð­ar­legu umhverf­is­á­hrif sem þessi virkjun mun hafa á eyði­byggðir og víð­erni á norð­an­verðum Strönd­um. Í þess­ari grein verður sjónum beint að því hvernig rík­is­valdið hyggst greiða fyrir því að einka­fyr­ir­tæki, Vest­ur­Verk (Eig­endur Vest­ur­verks eru HS-Orka, Gunn­ar G. Magn­ús­son véla­tækni­fræð­ing­ur, Valdi­mar Stein­þórs­son rekstr­ar­fræð­ing­ur, og Hall­varður E. Aspelund arki­tekt.), geti ráð­ist í þessa virkjun og hagn­ast á henn­i.

For­sendur Hval­ár­virkj­unar

Áætluð stærð fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar er 55 MW. Mark­mið hennar skv. mats­skýrslu Ver­kís (bls. 1) er „…að virkja rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­arár til að fram­leiða orku til nota við upp­bygg­ingu atvinnu­starf­semi sem nýtir orku við fram­leiðslu.“ Aðeins síðar seg­ir „Ekki er ljóst nú til hvaða atvinnu­starf­semi orkan verður einkum seld“. Að mati und­ir­rit­aðs er vart hægt að hugsa sér metn­að­ar­laus­ara meg­in­mark­mið með virkjun sem fórnar jafn miklum nátt­úru­verð­mætum og við blasir (sjá fyrri grein) aðeins til þess að geta selt ein­hverjum orku sem hugs­an­lega vill kaupa hana til að knýja ein­hverja atvinnu­starf­sem­i.

Mark­mið Vest­ur­Verks með bygg­ingu virkj­un­ar­innar er sagt vera að stuðla að auknu öryggi raf­orku­dreif­ingar á Vest­fjörð­um. „Virkjun Hvalár og teng­ing hennar við flutn­ings­kerfi Lands­nets mun auð­velda hring­teng­ingu raf­orku um Vest­firð­i..” (bls. 1). Síðar í mats­skýrsl­unni (bls. 42) kemur reyndar fram að þetta sé aðeins mögu­legt vegna fyr­ir­ætl­ana iðn­að­ar­ráð­herra um að ríkið leggi fram fé til að setja upp tengi­virki við Naut­eyri í Ísa­fjarð­ar­djúpi og línu þaðan í Geira­dal í Króks­firði á Strönd­um.

Þar með þarf fyr­ir­tæk­ið Vest­ur­Verk að­eins að leggja línu frá Hvalá um Ófeigs­fjarð­ar­heiði til Naut­eyrar (áætlað tengi­gjald 526 mkr.) í stað þess að fara alla leið suður í Geira­dal (áætlað tengi­gjald 1960 mkr), og sparar þannig 1434 m­kr. Þess má þó geta að teng­ing yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði var metin „erf­ið” í skýrslu sem starfs­hópur iðn­að­ar­ráð­herra skil­aði 2012, Afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörð­um.

En er eitt­hvað unnið fyrir Vest­firð­inga með teng­ingu frá Hvalá að Geira­dal um Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp? ­Trufl­anir í raf­orku­af­hend­ingu á norð­an­verðum Vest­fjörðum hafa lengi verið til umræð­u. Í skýrslu sem Lands­net birti árið 2009, Bætt afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörðum, gerði fyr­ir­tækið grein fyrir mögu­legum úrbót­um. Í kjöl­farið var komið upp sjálf­virkri vara­afls­stöð á Bol­ung­ar­vík til að koma í veg fyrir straum­leysi þar og á Ísa­firði. Lesa má um hvernig til tókst árs­skýrslu Orku­bús Vest­fjarða fyrir árið 2015 (bls. 4): „Nokkrar óveð­urslægðir fóru yfir Vest­firði á síð­asta ári og sú versta í byrjun des­em­ber. Þetta óveður grand­aði tæp­lega 200 staurum í loft­línu­kerfi OV og rúm­lega 20 tví­stæðum í flutn­ings­kerfi Lands­nets á Vest­fjörð­um. Fyrr á árum hefðu þessir atburðir valdið fleiri sóla­hringa raf­magns­leysi í þétt­býli og dreif­býli en með varafls­stöð Lands­nets í Bol­ung­ar­vík, strenglögnum OV á liðnum árum og auknum við­bún­aði með vara­afls­vélum varð straum­leysi hjá not­endum í lág­marki þrátt fyrir mestu línu­brot í sögu OV.

Að miklu leyti er því vitnað í for­tíð­ar­vanda þegar rætt er um lítið raf­orku­ör­yggi á norð­an­verðum Vest­fjörð­u­m.

Í áður­nefndri skýrslu Lands­nets seg­ir um teng­ingu hugs­an­legrar Hval­ár­virkj­unar við flutn­ings­kerfið í Geira­dal (bls. 3-4): „Tengi­kostn­aður er veru­lega hár og þjóð­hags­legur ábati (í formi lækk­unar á sam­fé­lags­legum kostn­aði vegna straum­leys­is) er ekki það mik­ill að hann nægi til þess að arð­semi teng­ing­ar­innar sé jákvæð. Það hafa heldur ekki farið fram athug­anir á hugs­an­legum streng­leiðum á botni Ísa­fjarð­ar­djúps, t.d. með til­liti til fiski­miða og sigl­inga­leiða.“ Aðeins síðar seg­ir: „Teng­ing Hval­ár­virkj­unar í Geira­dal hefur lítil áhrif á spennu og afhend­ingar­ör­yggi á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Við óbreytt ástand er þörf á auk­inni launafls­fram­leiðslu, til dæmis á Ísa­firði. Það er óbreytt þó Hval­ár­virkjun teng­ist í Geira­dal. Teng­ing í Geira­dal leysir um það bil 5 – 10% af þeim straum­leys­istil­vikum sem upp koma á Vest­ur­línu. Hvorug tengi­leiðin er arð­söm, hvorki fyrir Lands­net né þjóð­hags­lega.

Sem sagt, Hval­ár­virkjun og teng­ing hennar við Geira­dal, hvort sem farið er beina leið eða um tengi­virki á Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp, mun aðeins leysa 5 – 10% af þeim raf­magns­trufl­unum sem kvartað er yfir.

Iðn­að­ar­ráð­herra rær því nú öllum árum að því að rík­ið, í gegn um Lands­net, legg­i feikna­leg­ar ­upp­hæðir í að greiða niður óhag­kvæm flutn­ings­mann­virki sem í litlu sem engu bæta afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörð­u­m!

Raf­orku­trufl­anir á Vest­fjörðum stafa ekki síst af bil­unum á loft­línum á heið­unum norðan Mjólk­ár­virkj­un­ar. Raun­hæf­asta bótin á þeim vanda, og mun ódýr­ari en nið­ur­greidd flutn­ings­mann­virki frá fyr­ir­hug­aðri Hval­ár­virkj­un, virð­ist því fel­ast í stærri spenni við Mjólká og lagn­ingu 66 kv jarð­strengs þaðan um vænt­an­leg Dýra­fjarð­ar­göng og Vest­fjarð­ar­göng. Hvers vegna er þessi mögu­leiki ekki rædd­ur?

Iðn­að­ar­ráð­herra og virkj­un­ar­að­ilar hafa rétt­lætt mögu­legt tengi­virki á Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp sem byrjun á hring­teng­ingu raf­lína á Vest­fjörð­um. Lands­net hef­ur hins­veg­ar bent á að slík hring­teng­ing sé ein­fald­lega of dýr miðað við raf­orku­notkun og til­kostn­að. Teng­ing frá Naut­eyri á Ísa­fjörð kostar a.m.k. 2 millj­arða króna og tvö­földun um 180 km langrar Vest­ur­línu frá Mjólká í Hrúta­fjörð yfir 9 millj­arða, svo fátt eitt sé talið. Engin raun­hæf áform eru uppi um slíka hring­teng­ing­u.

Mun far­sælli kostur (en Hval­ár­virkj­un) fyrir Vest­firð­inga, og umtals­vert skárri umhverf­is­lega, virð­ist vera lítil virkjun í Djúp­inu (Skúfna­vötn eða Aust­ur­gil), jarð­strengur vestur Snæfjalla­strönd og sæstrengur þaðan þvert yfir Djúpið til Ísa­fjarð­ar. Virkj­unin þyrfti að duga vel fyrir eðli­legri atvinnu­upp­bygg­ingu á Ísa­firði og nágrenni. Raf­orku­not­endur á Suð­ur­fjörð­unum nytu líka góðs af þess­ari teng­ingu ef lagðir yrðu jarð­strengir í núver­andi og vænt­an­leg jarð­göng á svæð­inu.

Orku­geir­inn, sveit­ar­fé­lög og ríkið verða að fara sníða orku­öflun eftir vexti. Í til­viki Hval­ár­virkj­unar er verið að ræða millj­arða fjár­fest­ingu Lands­nets [fyr­ir­tækis í rík­i­s­eigu] til þess að virkj­un, sem er of stór fyrir orku­flutn­ings­kerfið og mark­að­inn á Vest­fjörð­um, verði hag­kvæmur fjár­fest­ing­ar­kostur fyrir einka­að­ila. Er slík rík­is­að­stoð rétt­læt­an­leg miðað svo lít­inn ávinn­ing sem raun ber vitni, að ekki sé talað um fórn­ar­kostn­að­inn? Vest­ur­Verk mun að öllum lík­indum græða vel á fram­kvæmd­inni en ólík­legt er að ávinn­ingur íbúa verði merkj­an­legur til langs tíma lit­ið.

Sífellt gengur á óbyggðir jarð­ar­innar og þær verða verð­mæt­ari með hverju nýju fram­kvæmda­svæði sem við bæt­ist.

Á áhrifa­svæði Hval­ár­virkj­unar væri auð­veld­lega hægt stofna glæsi­legan þjóð­garð – sem spannað gæti svæðið allt frá Ing­ólfs­firði á Ströndum að aust­an­verðu og a.m.k. frá Kalda­lóni, ef ekki Langa­dals­strönd all­ri, að vest­an­verðu til og með Horn­stranda – og byggja hann upp hann upp af miklum mynd­ar­skap fyrir sam­bæri­legan rík­is­styrk og fyr­ir­hug­aður er vegna Hval­ár­virkj­un­ar. Fyrir þá upp­hæð má einnig greiða sveit­ar­fé­lag­inu aðstöðu­gjöld fyrir mann­virki þjóð­garðs­ins og land­eig­endum sann­gjarnt verð fyrir afnot af land­inu. Und­ir­rit­aður er ekki í nokkrum vafa um að lang­tíma­á­vinn­ingur sam­fé­lags­ins á Ströndum af þjóð­garði og þeirri atvinnu­upp­bygg­ingu sem gæti orðið í kring um hann á næstu ára­tugum yrði marg­faldur á við virkj­un. Ég skora því á Stranda­menn að hafna öllum virkj­un­ar­hug­myndum í Hvalá og nágrenni en knýja þess í stað á um stuðn­ing rík­is­ins við stofnun þjóð­garðs á svæð­in­u.

Höf­undur var for­maður Land­vernd­ar 2015–17.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.